ÞÁTTTAKA

Hér hefst þátttaka þín í rannsókninni Áfallasaga kvenna, sem er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Þátttaka þín er afar mikilvæg hvort sem þú hefur mikla, litla eða enga sögu um áföll. Samfélagsumræða síðustu missera um erfiða lífreynslu kvenna úr ólíkum áttum færir okkur bjartsýni á áhrifamátt aukinnar þekkingar sem skapa má með rannsókn sem þessari. Til að fá sem réttmætasta mynd af tíðni og afleiðingum áfalla er mikilvægt að fá svör frá sem flestum konum, óháð fyrri upplifunum. Með öðrum orðum þá skipta svör allra kvenna máli, hvort sem þær eiga mikla eða litla sögu um áföll.

Þátttaka í rannsókninni er í raun einföld og krefst þess að þú svarir spurningalista sem tekur alla jafna á bilinu 25-40 mínútur að svara. Gott er að velja tíma þegar þú hefur gott næði því það er mikilvægt að svara öllum spurningum eftir bestu getu. Við gerum okkur grein fyrir því að í spurningalistanum eru spurningar sem þér gætu þótt nærgöngular, jafnvel um hluti sem þú hefur engum sagt áður. Ef þú treystir þér alls ekki til að svara einhverri spurningu þá er oftast í boði valkosturinn Get/Vil ekki svara. Þú gætir líka upplifað að sumar spurningar komi fyrir oftar en einu sinni, en mikilvægt er samt sem áður að svara þeim öllum. Athugaðu einnig að það er ekki hægt að fara alveg tilbaka í spurningalistanum og því mikilvægt að flýta sér hægt þegar svarað er. Hægt er að taka sér hvíld frá spurningunum og loka listanum og halda áfram seinna með því að smella aftur á krækjuna sem þú fékkst senda með tölvupósti og símaskilaboði (ef þú óskar eftir því).
Hér að neðan skráir þig þú inn, annað hvort með Íslykli eða með rafrænum skilríkjum.

Innskráning og trúnaður

Ástæða þess að skráning í rannsóknina krefst notkunar Íslykils eða rafrænna skilríkja er til að tryggja skilyrðislausa persónuvernd þátttakenda, þannig að ómögulegt sé að greina eða rekja svör. Rannsakendur hafa ekki aðgang að persónugreinanlegum svörum. Upplýsingar sem safnast í rannsókninni verða einungis notaðar til þess að skapa þekkingu á þessu mikilvæga sviði.

Ef þú hefur hvorki Íslykil né rafræn skilríki má finna einfaldar leiðbeiningar hér að neðan um hvernig þú útvegar þér þau.

  Íslykill

  Rafræn skilríki