HVERJIR GETA TEKIÐ ÞÁTT

Allar konur 18 ára og eldri geta tekið þátt í rannsókninni. Til að skrá sig í rannsóknina þarf að nota Íslykil eða rafræn skilríki. Við það að skrá sig í rannsóknina kemur upp hnappur þar sem hægt er að svara spurningalista rannsóknarinnar. Spurningalistinn er á íslensku og því geta aðeins konur sem skilja íslensku tekið þátt í rannsókninni.