KONUR SKRÁÐU SIG TIL ÞÁTTTÖKU
MEÐ EINKENNI ÁFALLASTREITURÖSKUNAR
HAFA ORÐIÐ FYRIR OFBELDI
HAFA ORÐIÐ FYRIR ÁREITNI Á VINNUSTAÐ
Frumniðurstöður rannsóknarinnar benda til að áreitni á vinnustöðum sé algeng og breytileg eftir vinnuumhverfi.
Í rannsókninni má sjá háa tíðni áfallastreituröskunar og að það eru tengsl milli hennar og líkamlegra einkenna.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að ofbeldi er það áfall sem felur í sér mestar líkur á áfallastreituröskun.
Þegar búseta þátttakenda rannsóknarinnar er hlutfallslega borin saman við búsetu allra kvenna á Íslandi sést vel hversu mikið þátttakendur rannsóknarinnar endurspegla íslensku kvenþjóðina.
Þegar menntun þátttakenda er borin saman við menntun allra kvenna á Íslandi kemur í ljós að menntunarstig þátttakenda rannsóknarinnar endurspeglar einnig vel íslensku kvenþjóðina.
Að lokum má sjá að þegar heildartekjur þátttakenda eru bornar saman við heildartekjur allra kvenna á Íslandi kemur í ljós að þátttakendur rannsóknarinnar endurspegla enn á ný vel íslensku kvenþjóðina.