Þátttaka í rannsókninni felur í sér:
Svörun rafræns spurningalista. Flestar spurningarnar eru um möguleg áföll og þungbæra lífsreynslu á lífsleiðinni (t.d. ofbeldi, einelti og ástvinamissi), viðbrögð við þeim (t.d. einkenni áfallastreitu og þunglyndis), lífshætti og líðan í dag. Einnig er spurt um bakgrunn og almenna heilsufars- og sjúkdómasögu.
Fyrsta fasa gagnaöflunar með rafrænum spurningalista er lokið.
Þú munt síðar fá boð um eftirfylgdarrannsóknir og/eða mögulegar undirrannsóknir sem samþykktar verða af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. Þú getur tekið afstöðu til þeirrar þátttöku síðar þegar slíkt boð berst.
Samtenging við aðrar heilbrigðisupplýsingar og lífsýnasöfn. Til að skilja til hlítar hvernig áföll hafa áhrif á heilsu kvenna óskum við einnig eftir samþykki þínu til að tengja upplýsingar Íslenskrar erfðagreiningar við svörin þín (hefur nú þegar verið samþykkt af Vísindasiðanefnd).
Einnig verður óskað eftir að tengja upplýsingar úr heilbrigðisgagnagrunnum (t.d. embættis landlæknis og sjúkrahúsa) og lífsýnasöfnum við svör þín. Slíkt tenging fer einungis fram að því gefnu að Vísindasiðanefnd gefi samþykki fyrir því.
Hvernig skrái ég mig í rannsóknina?
Eins og stendur tökum við ekki lengur við skráningum til þátttöku. En ef þú vilt fá upplýsingar um þegar opnað verður fyrir þátttöku nýrra þátttakenda vinsamlegast sendu tölvupóst á afallasaga@hi.is
Rannsóknin hófst með rafrænum spurningalista. Lokað var fyrir skráningu í júlí 2019. Í bili er því ekki hægt að skrá sig til þátttöku.
Þátttakendur mega eiga von á boði í eftirfylgdarrannsóknir og/eða mögulegar undirrannsóknir. Hver og ein getur tekið afstöðu til þeirrar þátttöku síðar.
Samtenging verður gerð við aðrar heilbrigðisupplýsingar og lífssýnasöfn í samræmi við heimild Vísindasiðanefndar, persónunefndar og samþykki þátttakenda.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða gefnar út í ritrýndum greinum í virtustu vísindatímaritum heims og munu upplýsingar úr þeim birtast hér á síðunni, á samfélagsmiðlum rannsóknarinnar og í fjölmiðlum.
Væntingar standa til þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði síðar hægt að nota til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla.
Hverjir standa að rannsókninni?
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin er unnin í samstarfi við ýmsa vísindamenn innan Lækna- og Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og annarra innlendra og erlendra stofnana. Rannsóknin hefur fengið styrki frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) og Rannís.
Hvar get ég fengið frekari upplýsingar?
Ef þú hefur spurningar um rannsóknina eða vilt fá frekari upplýsingar um þátttöku þína, þá getur þú sent póst á netfangið: afallasaga@hi.is.
Meginrannsakendur, starfsmenn og samstarfsaðilar rannsóknarinnar eru: