LÓA – Bætt líðan eftir áföll
MARKMIÐ LÓU RANNSÓKNARINNAR ER AÐ ÞRÓA INNGRIP TIL AÐ BÆTA LÍÐAN FÓLKS EFTIR ÁFÖLL. RANNSÓKNIN ER SAMSTARFSVERKEFNI MILLI HÁSKÓLA ÍSLANDS OG UPPSALA HÁSKÓLA Í SVÍÞJÓÐ. AÐ HENNI KEMUR ÞVERFRÆÐILEGT RANNSÓKNARTEYMI VÍSINDAFÓLKS Í KLÍNÍSKRI SÁLFRÆÐI, FARALDSFRÆÐI OG HUGRÆNNI TAUGASÁLFRÆÐI FRÁ ÍSLANDI, SVÍÞJÓÐ OG BRETLANDI.
Þátttakendur koma úr hópi kvenna sem tóku þátt í Áfallasögu kvenna árin 2018-2019. Forrannsókn Lóu rannsóknarinnar lauk haustið 2022 og hófst aðalrannsóknin haustið 2023 og mun gagnasöfnun standa fram á árið 2025. Mögulegir þátttakendur fá sent boð um þátttöku í tölvupósti og í framhaldinu ítarlegar upplýsingar um tilhögun rannsóknarinnar. Um er að ræða einfalt inngrip, sem felst í hugrænu verkefni og svörun spurningalista, og fer öll þátttaka fram á netinu.
Fyrir þátttakendur í Lóu rannsókninni er mikilvægt að geta þess að nú í janúar 2024 hófst einnig eftirfylgni í langtímarannsókninni Áfallasaga kvenna. Þar eru fyrri þátttakendur beðnir um að svara nýjum spurningalista og fá mögulegir þátttakendur Lóu rannsóknarinnar einnig boð um þátttöku í þá rannsókn. Við leggjum áherslu á að Áfallasaga kvenna og Lóu rannsóknin eru tvær ólíkar gagnasafnanir, þar sem Áfallasaga kvenna fylgir eftir mögulegum heilsufarsáhrifum áfalla til lengri tíma, á meðan Lóu rannsóknin kannar hvort draga megi úr tíðni áleitinna endurminninga eftir áföll með einföldu inngripi. Við hvetjum þig til þátttöku í báðum rannsóknum hafir þú áhuga og tök á því.
Lóu rannsóknin heitir eftir vorboðanum lóunni
og er markmið hennar að kanna hvort einfalt inngrip geti dregið úr áleitnum minningum eftir áföll og þar með haft mikilvæg áhrif á líðan og lífsgæði fólks til betri vegar.
Margt fólk upplifir einkenni áfallastreitu eftir áföll sem hafa mikil áhrif á líðan og lífsgæði þess. Eitt helsta einkenni áfallastreitu eru áleitnar minningar, eða minningar um áfallið/áföllin sem eru óvelkomnar, vekja sterkar tilfinningar og koma óvænt upp í hugann. Aðgengi fólks að sálrænni meðferð við áfallastreitu er því miður takmarkað og er eitt markmið rannsóknarinnar að auka slíkt aðgengi og þróa einfaldari lausnir til að takast á við þennan alvarlega vanda.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til Persónuverndar. Farið verður með allar upplýsingar sem þátttakendur veita í rannsókninni samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd. Við vonum að sem flestar konur sem fá boð um þátttöku hafi tök og áhuga á að vera með í rannsókninni. Eins og í öllum rannsóknum af þessu tagi, mun góð þátttaka auka réttmæti rannsóknarinnar og þar með aukið líkurnar á því að auka aðgengi og bæta sálræna meðferð fólks sem hefur lent í áföllum.
Arna Hauksdóttir
Prófessor og aðalrannsakandiUnnur Anna Valdimarsdóttir
Prófessor og aðalrannsakandiEmily Holmes
Prófessor og aðalrannsakandiJóhann Pálmar Harðarson
DoktorsnemiHrefna Harðardóttir
DoktorsnemiElín Sjöfn Stephensen
VerkefnisstjóriMaríanna Hlíf Jónasdóttir
Verkefnisstjóri í afleysingumLovísa Ösp Hlynsdóttir
Aðstoðarmaður í rannsóknumSara Ahmed Pihlgren
Aðstoðarmaður í rannsóknumGunnar Tómasson
Læknir og faraldsfræðingurThor Aspelund
Prófessor og líftölfræðingurÞorgerður Pálsdóttir
Nýdoktor og líftölfræðingur
- Arna Hauksdóttir
- Unnur Anna Valdimarsdóttir
- Berglind Guðmundsdóttir
- Þórhildur Halldórsdóttir
- Edda Björk Þórðardóttir
- Jóhann Pálmar Harðarson
- Elín Sjöfn Stephensen
- Hrefna Harðardóttir
- Maríanna Hlíf Jónasdóttir
- Lovísa Ösp Hlynsdóttir
- Gunnar Tómasson
- Thor Aspelund
- Þorgerður Pálsdóttir
- Andri Steinþór Björnsson
- Agnes Ísold Stefánsdóttir
- Elín Inga Bragadóttir
- Katrín Justyna Alexdóttir
- Kristjana Þórarinsdóttir
- Ásvaldur Sigmar Guðmundsson
- Bergrún Mist Jóhannesdóttir
- Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir
- Elín Inga Bragadóttir
- Freyja Ágústsdóttir
- Gunnar Snorri Árnason
- Róshildur Arna Ólafsdóttir
- Snæbjört Sif Jóhannesdóttir
- Þorsteinn Guðmundsson
- Emily A Holmes
- Marie Kanstrup
- Nicole Hafner
- Sara Ahmed Pihlgren
- Michelle Moulds
- Susie Hales
- Kate Howlett-Jones
- Maryam Mohammadi
- P1vital
Við erum þakklát fyrir stuðning frá Rannsóknasjóði Íslands (RANNÍS), Markáætlun um samfélagslegar áskoranir og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og The Oak Foundation.