UM RANNSÓKNINA - afallasaga.is
13383
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-13383,bridge-core-2.1,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1200,qode-theme-ver-19.7,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default,elementor-kit-16425
 

UM RANNSÓKNINA

Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands

Fyrstu niðurstöður úr gagnasöfnun 2018-2019

Markmið rannsóknarinnar er fyrst og fremst að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði.
Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum:
  • Hver er tíðni áfalla og þungbærrar lífsreynslu meðal kvenna á Íslandi?
  • Hvaða áhrif hafa áföll á sálræna og líkamlega heilsu kvenna?
  • Hvaða erfða- og umhverfisþættir tengjast mismunandi heilsufari í kjölfar áfalla?

31.780 konur tóku þátt í rannsókninni

HAFA ORÐIÐ FYRIR LÍKAMLEGU OG/EÐA KYNFERÐIS OFBELDI Á LÍFSLEIÐINNI0%
HAFA ORÐIÐ FYRIR KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI Á VINNUSTAÐ Á LÍFSLEIÐINNI0%
HAFA EINKENNI ÁFALLASTREITURÖSKUNAR0%

Væntingar standa til þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði síðar hægt að nota til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla.

Í júlí 2019 lauk fyrsta fasa gagnaöflunar og höfðu þá 31.780 konur tekið þátt með því að svara rafrænum spurningalista. Við viljum þakka öllum þessum konum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag.

FRAMKVÆMD RANNSÓKNARINNAR

Til að tryggja skilyrðislausa persónuvernd þátttakenda er ekki hægt að skrá sig í rannsóknina án þess að nota rafræn skilríki. Þannig er tryggt að ómögulegt sé að greina eða rekja svör. Rannsakendur hafa ekki aðgang að persónugreinanlegum svörum. Upplýsingar sem safnast í rannsókninni verða einungis notaðar til þess að skapa þekkingu á þessu mikilvæga sviði. Ef þú hefur ekki rafræn skilríki má finna einfaldar leiðbeiningar hér um hvernig þú útvegar þér þau: Rafræn skilríki.

Þátttakendur þurfa aðgang að tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma til að geta svarað spurningalistanum.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt þá getur þú skráð þig hér.

Við innskráningu birtist texti sem við óskum eftir að þátttakendur lesi vandlega og þar neðst þarf að haka við upplýst samþykki. Þar biðjum við einnig um netfang og farsímanúmer. Að því loknu fá þátttakendur aðgang að spurningalista rannsóknarinnar.

Hægt er að taka sér hvíld frá svörun spurningalistans með því að loka honum. Til þess að halda áfram er smellt á krækjuna sem send var með tölvupósti (og í símaskilaboðum ef óskað var eftir því).

Athugið að það er mikilvægt að svara öllum spurningum. Ef þátttakendur vilja eða geta ekki svarað einstaka spurningum þá er hægt að haka við “Get / Vil ekki svara”.

  • 01 SVÖRUN

    Gagnasöfnun í rannsókninni Áfallasaga kvenna hófst með rafrænum spurningalista 2018-2019. Opnað var fyrir seinni spurningalista í janúar 2024.

  • 02 BOÐ

    Þátttakendur sem svöruðu spurningalistanum 2018-2019 fá boð í eftirfylgdarrannsóknina 2024 og/eða mögulegar undirrannsóknir.

  • 03 SAMTENGING

    Samtenging verður gerð við aðrar heilbrigðisupplýsingar og lífssýnasöfn í samræmi við heimild Vísindasiðanefndar, persónunefndar og samþykki þátttakenda.

  • 04 NIÐURSTÖÐUR

    Niðurstöður rannsóknarinnar verða gefnar út í ritrýndum greinum í virtustu vísindatímaritum heims og munu upplýsingar úr þeim birtast hér á síðunni, á samfélagsmiðlum rannsóknarinnar og í fjölmiðlum.

  • 05 ÞEKKING

    Væntingar standa til þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði síðar hægt að nota til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla.

ÖRYGGI

Upplýsingarnar sem þátttakendur veita gegnum spurningalistann eru varðveittar á dulkóðuðu formi í gagnaverum hugbúnaðarfyrirtækisins SMART-TRIAL og við Reiknistofnun Háskóla Íslands. Gagnaverin eru aðgangsstýrð þannig að enginn óviðkomandi kemst í þessar upplýsingar heldur einungis ábyrgðarmaður og gagnagrunnsstjóri rannsóknarinnar. Upplýsingarnar um þátttakendur verða einungis notaðar í ofangreinda vísindarannsókn en ekki í neinum öðrum tilgangi. Vísindamenn sem vinna með gögnin fá upplýsingar á dulkóðuðu formi og geta því ekki rakið upplýsingarnar til einstaka þátttakenda. Þessir ferlar og rannsóknin í heild sinni hefur fengið umfjöllun og verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.

ÁBYRGÐARAÐILAR

Hverjir standa að rannsókninni?
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin er unnin í samstarfi við ýmsa vísindamenn innan Lækna- og Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og annarra innlendra og erlendra stofnana. Rannsóknin hefur fengið styrki frá Evr­ópska rann­sókn­ar­ráðinu (Europe­an Rese­arch Council) og Rannís.

Hvar get ég fengið frekari upplýsingar?
Ef þú hefur spurningar um rannsóknina eða vilt fá frekari upplýsingar um þátttöku þína, þá getur þú sent póst á netfangið: afallasaga@hi.is.

Meginrannsakendur, starfsmenn og samstarfsaðilar rannsóknarinnar eru:

  • Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Arna Hauksdóttir, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Edda Björk Þórðardóttir, lektor, Læknadeild HÍ.
  • Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, dósent, Læknadeild HÍ.
  • Jóhanna Jakobsdóttir, lektor, Læknadeild HÍ.
  • Jóhanna E. Torfadóttir, lektor, Læknadeild HÍ.
  • Gunnar Tómasson, dósent, Læknadeild HÍ.
  • Harpa Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri, Læknadeild HÍ.
  • Rebekka Björg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri, Læknadeild HÍ.
  • Thor Aspelund, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Andri Steinþór Björnsson, prófessor, Sálfræðideild HÍ.
  • Berglind Guðmundsdóttir, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Engilbert Sigurðsson, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Íslensk erfðagreining
  • MEDEI ApS, Aalborg Ø, Danmark – (https://www.smart-trial.co/)