Streita og hárkortisól styrkur í rannsókn á mexíkóskum og íslenskum konum
16426
post-template-default,single,single-post,postid-16426,single-format-standard,bridge-core-2.1,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1200,qode-theme-ver-19.7,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default,elementor-kit-16425

Streita og hárkortisól styrkur í rannsókn á mexíkóskum og íslenskum konum

Nýjar niðurstöður úr rannsókninni Áfallasaga kvenna voru birtar á vef tímaritsins PLOS Global Health í ágúst 2022.

Kortisól er streituhormón líkamans og gefur magn þess til kynna hvort einstaklingur sé að upplifa streitu. Nú hefur nýlega verið hægt að mæla magn þess í hári, en rannsóknir hingað til hafa verið fáar og litlar. Kortisól er mjög sveiflukennt hormón og óvíst hvaða þættir hafa áhrif þar á, t.d. hvort það sé mismunandi eftir ólíkum landsvæðum eða menningu. Markmið þessarar rannsóknar var því að skoða hvort kortisól væri sambærilegt í tveimur ólíkum hópum kvenna. Gögn frá tveimur rannsóknum, annarsvegar á 881 mexíkóskum konum og 398 íslenskum konum (úr forrrannsókn Áfallasögu kvenna), sem innihéldu m.a. hársýni og spurningalistagögn, m.a. um sálræna streitu (e. Perceived Stress Scale). Hópnum var skipt upp í fimmtunga eftir streituskori og fimmtungurinn með hæsta streituskorið var borinn saman við fimmtunginn með lægsta streituskorið. Kortisólmagn í hári var hæst í hópnum með hæsta streituskorið og var 24.3% (95% ÖB: 8.4, 42.6) hærri í þeim hóp samanborið við hópinn með lægsta streituskorið. Niðurstöðurnar voru sambærilegar fyrir bæði mexíkóskar og íslenskar konur. Þessar niðurstöður benda til þess að hægt sé að nota kortisólmælingar úr hári í stærri rannsóknum á streitu, óháð landsvæðum og menningu.

Rebekka Lynch
Mynd ©Kristinn Ingvarsson
Þessar niðurstöður benda til jákvæðs sambands milli streitu og hárkortisólstyrks í tveimur aðskildum hópum kvenna, frá Mexíkó og Íslandi. Niðurstöður okkar benda til þess að streita gæti að hluta til endurspeglað undirliggjandi kortisólstyrk í almennu þýði kvenna.

Rannsóknina má nálgast á vef tímaritsins.

Nánari upplýsingar veitir Rebekka Lynch, rsd1@hi.is