Fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna í grein CNN
16321
post-template-default,single,single-post,postid-16321,single-format-standard,bridge-core-2.1,ajax_fade,page_not_loaded,,no_animation_on_touch,qode-title-hidden,qode_grid_1200,qode-theme-ver-19.7,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default,elementor-kit-16425

Fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna í grein CNN

Greinin birtist 20. desember 2021 á vef CNN

Kynbundið ofbeldi er dauðans alvara og ein af stóru lýðheilsuáskorunum nútímans.

CNN birti þann 20. desember 2021 ít­ar­lega um­fjöll­un um kyn­ferðis- og heim­il­isof­beld­is­mál á Íslandi. Í greininni kemur meðal annars fram að þrátt fyrir að Ísland líti á blaði út fyr­ir að vera frá­bær staður fyr­ir kon­ur og sé mjög of­ar­lega þegar kem­ur að jafn­rétti kynj­anna, þá sé ýmislegt sem betur megi fara hvað varðar kynbundið ofbeldi.

Bent er á að kynja­hlut­föll­in á Alþingi séu mjög jöfn, sem og kynja­hlut­föll­in í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja.  En það segi hins veg­ar ekki alla sög­una, því þrátt fyr­ir að jafn­rétti virðist vera í há­veg­um haft virðist kon­ur sem orðið hafa fyr­ir kyn­ferðis- eða heim­il­isof­beldi oft eiga erfitt með að leita rétt­ar síns. Mál þeirra séu gjarn­an lát­in niður falla. Ísland sé því kannski ekki sú femín­istap­ara­dís sem það líti út fyr­ir að vera í fyrstu.

Í greininni: „The world´s best place to be a woman’ is being sued for misogyny“ er rætt við forsvarskonur Áfallasögu Kvenna, þær Örnu Hauksdóttur og Unni Önnu Valdimarsdóttur og sagt stuttlega frá niðurstöðum Áfallasögu rannsóknarinnar, sem nær til um 30.000 kvenna búsettra á Íslandi. Niðurstöðurnar benda til að um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og er þetta sett í samhengi við málsókn þolenda til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkisinu vegna málsmeðferðar þeirra og jafnframt þeirrar staðreyndar að Ísland hefur í 12 ár verið á toppi lista um kynjajafnrétti World Economic Forum

,,Ísland er góður staður fyrir konur, við höfum greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu, dagvistun barna, menntun og fjölda annarra þátta sem flestir jarðarbúar fara á mis við, en þessar tölur eru samt sem áður raunverulegar“ segir Arna Hauksdóttir

Fjallað var um greinina á helstu fréttamiðum landsins og hægt að skoða efni hennar nánar á íslensku hér:

https://www.ruv.is/frett/2021/12/20/rikid-hafi-gert-mistok-vid-rannsokn-ofbeldisbrota

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/20/cnn_fjallar_um_ad_islenska_rettarkerfid_bregdist_ko/

Unnur Anna Valdimarsdóttir og Arna Hauksdóttir, faraldsfræðingar hjá Miðstöð Lýðheilsuvísinda í Læknadeild Háskóla Íslands og forsvarsmenn rannsóknarinnar Áfallasaga Kvenna