Áföll í æsku tengd einkennum fyrirtíðaraskana á fullorðinsárum.
Nýjar niðurstöður úr rannsókninni Áfallasaga kvenna voru birtar á vef BMC Medicine þann 21.2.2022. Þessi rannsókn tók til þeirra tæplega 12.000 þátttakenda rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna sem höfðu haft blæðingar árið fyrir þátttöku. Konurnar svöruðu ítarlegum spurningalista, m.a. um áföll í æsku og einkenni fyrirtíðaraskana en...