Áfallasaga kvenna frásögn: Diljá Ámundadóttir Zoëga - afallasaga.is
16360
post-template-default,single,single-post,postid-16360,single-format-standard,bridge-core-2.1,ajax_fade,page_not_loaded,,no_animation_on_touch,qode-title-hidden,qode_grid_1200,qode-theme-ver-19.7,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default,elementor-kit-16425

Áfallasaga kvenna frásögn: Diljá Ámundadóttir Zoëga

Áfallasaga kvenna hefur verið töluvert í umræðunni nýlega, sérstaklega vegna fyrstu vísindagreinarinnar sem birtist úr gögnum Áfallasögu kvenna á dögunum, um áhrif áfalla í æsku á heilsufar kvenna á fullorðinsárum.

Um síðastliðna helgi birtist merkilegt viðtal við Diljá Ámundadóttur Zoëga, þar sem hún segir frá eigin æsku sem einkenndust af áföllum og erfiðleikum sem hafa fylgt henni vegna þessa. Hún bendir jafnframt réttilega á að áföll eru ekki einkamál og bendir á hversu stóran þátt Áfallasaga kvenna á í því að sýna fram á mikilvægi þess að gripið sé inn í og veitt viðeigandi aðstoð á fyrstu stigum ævinnar til að koma í veg fyrir heilsutengd vandamál á fullorðinsárum.

,,Við þurfum í stjórnsýslunni að vera hugrökk að grípa inn í. Það eiga að vera verndandi þættir í skólakerfinu svo til séu tól og tæki og aðferðir til að grípa inn í. Þetta er ekki einkamál. Áfallasaga kvenna er að verða ein merkilegasta og viðamesta rannsókn sem við í stjórnsýslunni getum stuðst við til að geta tekist á við slík mál.“ Segir Dilja í viðtalinu.

Diljá útskrifaðist nýlega úr sálgæslunámi við Háskóla Íslands og segir hún frá því hvernig í fyrsta tímanum hafi kviknað ákveðið ljós, þegar kennarinn teiknaði upp einfalda mynd af fjölskyldukerfi.

„Hann bætti svo við myndina áfalli einhvers í fjölskyldunni sem skekkir myndina ef ekki er unnið úr því. Þannig geta heilu fjölskyldukerfin orðið skökk, í margar kynslóðir.“

Diljá fer yfir í viðtalinu hvernig hún ólst að miklu leyti upp hjá móðurömmu sinni og voru þær mikið tvær enda afinn mikið úti á sjó. Þar upplifði hún aðstæður sem ekkert barn ætti að þurfa að takast á við en segist þó ekki hafa farið að kafa djúpt í það fyrr en nýverið í náminu.


„Ég elst að mjög stórum hluta til hjá ömmu minni sem var einn Íslandsmeistaranna í alkóhólisma, þó margir keppendur hafi tekið þátt.“


„Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrr en þarna, að það er eitthvað sem gerist lengst aftur í fortíð sem veldur því að ég elst upp við svona átakanlegar aðstæður.“

Á uppvaxtarárunum faldi hún heimilisaðstæðurnar.

„Ég átti aldrei að tala um það að amma væri að drekka og hún viðurkenndi það aldrei sjálf, jafnvel þó hún lægi áfengisdauð á geymslugólfinu búin að pissa og kúka á sig. Á unglingsáraunum fór ég að horfast í augu við alkóhólismann en ég hugsaði með mér að hann væri í öllum fjölskyldum og tók þetta áfram á hörkunni.“

Við mælum með að lesa allt viðtalið við Diljá á Fréttabladid.is sem birtist þann 18. febrúar 2022

Mæðgurnar Diljá og Luna. „Þegar maður er aðallega að vona að barnið manns lifi af er einn aukalitningur bara mega næs,“ segir Diljá. Fréttablaðið/Sigtryggur ari