Unnur er aðalrannsakandi og ábyrgðarmaður Áfallasögu kvenna. Unnur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands en rannsóknir hennar snúa aðallega að áhrifum áfalla og þungbærrar lífsreynslu á heilsufar og sjúkdómsáhættu.
Arna er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og aðalrannsakandi í Áfallasögu kvenna. Rannsóknir Örnu hafa einkum beinst að áhrifum áfalla, t.d. ástvinamissis og náttúruhamfara, á andlega og líkamlega heilsu.
Thor er prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasstofnunar HÍ. Rannsóknir Thors hafa beinst að notkun áhættureikna og hagnýtingu líftölfræði í heilbrigðisvísindum, notkun erfðafræði í faraldsfræði og faraldsfræði hjarta- og æðasjúkdóma. Thor er tölfræðingur rannsóknarinnar.
Edda er lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og klínískur sálfræðingur hjá Landspítalanum. Hún er meðrannsakandi í Áfallasögu kvenna. Helstu rannsóknir hennar snúa að áhrifum áfalla á heilsufar, sér í lagi áfallastreitu og svefnvandamál
Gunnar er lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann stundar m.a. rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum og hvernig meta skuli meðferðarsvörun hjá fólki með æðabólgusjúkdóma. Gunnar er meðrannsakandi og gagnagrunnsstjóri Áfallasögu kvenna.
Harpa er með meistaragráðu í læknisfræðilegri tölfræði. Hún er gagnagrunnsstjóri hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri Áfallasögu kvenna.
Stefanía er verkefnisstjóri um gerð heimasíðu rannsóknarinnar sem og fer með kynningar- og markaðsmál rannsóknarinnar.
Hrefna er lýðheilsufræðingur (MPH) og með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og er samskiptastjóri við þátttakendur í Áfallasögu kvenna
Hildur er aðstoðarmaður í rannsóknum. Hún aðstoðar við tölfræðilegar greiningar og sinnir ýmsum öðrum verkefnum sem tengjast rannsókninni.
Þórhildur var nýdoktor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Læknadeild HÍ og er nú lektor hjá Sálfræðideildinni í HR. Hún er sálfræðingur með doktorsgráðu úr Virginia Tech og vann við rannsóknir hjá Max Planck Institute of Psychiatry í Þýskalandi. Rannsóknir hennar snúa að samspili umhverfis og erfða í mótun geðraskana.
Doktorsverkefni Hildu fjallar um seiglu (e. resilience) í kjölfar áfalla og er markmið þess að rannsaka faraldsfræðilega og erfðafræðilega þætti seiglu í kjölfar áfalla, en seigla hefur verið skilgreind sem aðlögunarhæfni eða hæfni einstaklings til að halda heilsu í þungbærum aðstæðum.
Hildur Guðný er sjúkraþjálfari og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfsar sem verkefnastjóri hjá lýðheilsusviði Embætti landlæknis.
Dóra er verkefnisstjóri við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Hún sér um fjárhagslegan rekstur og aðra verkþætti rannsóknarinnar.
Anna Bára er verkefnisstjóri í Áfallasögu kvenna og rannsakar áhrif áfalla á svefn. Hún er jafnframt verkefnisstjóri í fleiri rannsóknum á vegum Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Rebekka er verkefnisstjóri í Áfallasögu kvenna og sér um gagnasöfnun rannsóknarinnar.
Huan er dósent við Háskólann í Sichuan héraði í Kína og gestavísindamaður við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að því að skilja hvernig áfallatengdar raskanir og lífsáföll hafa áhrif á heilbrigði og sjúkdómaþróun.
Jóhanna er aðjúnkt við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Læknadeild HÍ. Hún hafði umsjón með framkvæmd Áfallasögu kvenna á tímabilinu 2017 til 2019 og er meðrannsakandi í rannsókninni. Rannsóknir Jóhönnu snúast að mestu um tengsl milli lífsstíls og krabbameina.
Jóhanna er rannsóknasérfærðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Rannsóknir hennar snúa að hagnýtingu tölfræði á sviði heilbrigðisvísinda og erfðafræði ásamt þróun tölfræðilegra aðferða fyrir erfðafræðirannsóknir.
Donghao er læknir og nýdoktor við Karolinska Institutet og Harvard T.H. Chan School of Public Health. Hann stundar rannsóknir á geðröskunum kvenna, þá sérstaklega að skilja orsakir æxlunartengdra geðrasakana (t.d. fyrirtíðarspennu og fæðingarþunglyndis) og mögulegar heilsufarslegar afleiðingar þeirra.
Andri er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans beinast einkum að áhrifum félagslegra áfalla á heilsu, meðal annars á félagsfælni og áfallastreituröskun. Andri er meðrannsakandi í Áfallasögu kvenna.
Harpa Lind er klínískur sálfræðingur og nýdoktor við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Harpa Lind rannsakar tengsl ADHD við áfallastreituröskun hjá konum.
Rebekka er almennur læknir og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum. Doktorsverkefni hennar fjallar um lífeðlisfræðilegar afleiðingar ofbeldis gegn konum. Þessa stundina vinnur hún að rannsókn um möguleg tengsl ofbeldis og hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum.
Svava er með bakgrunn í sálfræði og hagnýtri tölfræði. Rannsóknir hennar snúa að kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og áhrifum á heilsufar.
Berglind er sérfræðingur í klínískri sálfræði og yfirsálfræðingu Landspítala og dósent í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast einkum að eðli og afleiðingum áfalla, áfallahjálp og meðferð við áfallastreituröskun. Berglind er meðrannsakandi í Áfallasögu kvenna.
Hrönn starfar sem lungnasérfræðingur á Landspítala samhliða því að vera í doktorsnámi við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Doktorsverkefni hennar fjallar um streitu og líðan sjúklinga við greiningu lungnakrabbameins og áhrif þess á sjúkdómsgang og lifun.