Áföll í æsku fylgja konum út ævina - Kritískur tími - afallasaga.is
16349
post-template-default,single,single-post,postid-16349,single-format-standard,bridge-core-2.1,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1200,qode-theme-ver-19.7,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default,elementor-kit-16425

Áföll í æsku fylgja konum út ævina

Áföll í æsku fylgja konum út ævina

Greinin birtist á vefsíðu Stundarinnar í febrúar 2022.

Sterk fé­lags­leg og efn­hags­leg staða kem­ur ekki í veg fyr­ir að áföll fylgi kon­um úr barnæsku fram á full­orð­ins­ár. Þetta er með­al þess sem fram kem­ur í nýrri ís­lenskri rann­sókn um áfalla­sögu kvenna. „Þetta sýn­ir okk­ur hvað þetta er krí­tísk­ur tími um mót­un heilsu­fars til lengri tíma,“ seg­ir Unn­ur A. Vald­ir­mars­dótt­ir, pró­fess­or við HÍ.

Það eru mjög sterk tengsl á milli áfalla í æsku við skerta getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og geðræn einkenni. Því fleiri sem áföllin eru í æsku því sterkari eru tengslin,“ segir Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, um niðurstöður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna um tengsl áfalla í barnæsku við vanda á fullorðinsárum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu eLife þann 3. febrúar.

Þriðjungur kvenna svaraði

Unnur segir að rannsóknin sé víðtæk og nái til um þriðjungs kvenna, sem svöruðu ítarlegum spurningalista rannsakenda á árabilinu 2018–2019. Samkvæmt niðurstöðunum hefur tæplega helmingur kvenna orðið fyrir fleiri en einu áfalli í æsku og um tíu prósent þeirra fleiri en fjögur. 

„Þessi rannsókn er sérstök að því leyti að við erum að nálgast heila kvenþjóð, það eru þrjátíu prósent kvenna sem svara. Þetta endurspeglar kvenþjóðina mjög vel, með tilliti til aldurs, menntunar, tekna og búsetu,“ segir hún.

Lestu alla greinina hér á vef Stundarinnar