Fyrir fimm árum hófst rannsóknin Áfallasaga kvenna, sem er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Alls skráðu um 31.780 konur sig til þátttöku í rannsókninni á árunum 2018-2019 eða um 30% kvenna hérlendis á aldrinum 18-69 ára. Þátttakendur endurspegluðu íslensku kvenþjóðina vel, hvað varðar aldur, búsetu, menntun og tekjur, eins og lesa má um hér.
Áfallasaga kvenna er langtímarannsókn og því mikilvægt að fylgja eftir mögulegum heilsufarsáhrifum áfalla til lengri tíma og skoða hvernig tíðni ólíkra áfalla breytist yfir tíma.